Leiðarljós, stefnur og gildi Bláa Lónsins
Leiðarljós Bláa Lónsins
Að umbreyta einstöku undri í upplifun á heimsvísu.
Innri gildi Bláa Lónsins
EINSTAKAR MINNINGAR
Hvern einasta dag sköpum við minningar sem gestir okkar frá öllum heimshornum taka með sér heim. Saman sköpum við ógleymanlegar minningar í leik og starfi.
INNBLÁSTUR
Með hugmyndaauðgi, teymisvinnu og nýsköpun að leiðarljósi göngum við ávallt skrefinu lengra í því að hvetja hvort annað áfram og í því að þjónusta gesti okkar sem best.
UMHYGGJA
Vellíðan og öryggi gesta og starfsfólks skiptir okkur öllu máli. Okkur er annt um hvort annað og við kappkostum að skapa öruggan og heilbrigðan vinnustað.
GLEÐI
Við gleðjumst saman og gleðjum gesti okkar. Við skemmtum okkur saman í vinnunni og utan hennar.
VIRÐING
Við berum virðingu fyrir umhverfi og einstakri náttúru. Við berum virðingu fyrir hvort öðru og mismunandi menningarheimum gesta og starfsfólks.
Stefnur
Bláa Lónið leitast við að setja fram stefnur í ákveðnum málaflokkum. Stefnum er fylgt eftir með árlegri markmiðasetningu til að tryggja að fyrirtækið fylgi markvisst tilsettum markmiðum í átt að framtíðarsýn þess.