Mannauður

„Mannauður er ein dýrmætasta auðlind fyrirtækisins en hann er undirstaða einstakrar upplifunar gesta og velgengni fyrirtækisins.“

Fáir vinnustaðir á Íslandi bjóða uppá jafn mikla breidd af störfum og Bláa Lónið enda starfsemin fjölbreytt en tengist þó innbyrðis.

Mannauður er ein dýrmætasta auðlind fyrirtækisins en hann er undirstaða einstakrar upplifunar gesta og velgengni fyrirtækisins.

Bláa Lónið kappkostar að veita öllum gestum sínum framúrskarandi vörur og þjónustu.

Fjöldi starfsmanna 2021

0

Fjöldi þjóðerna

0

Kynjahlutfall

Konur 0 %
Karlar 0 %

Meðalaldur

0

Fjöldi klukkustunda í þjálfun

0

Áherslur í mannauðsmálum

Á liðnu ári þurfti áfram að aðlaga reksturinn ytri aðstæðum en ráðningar hófust að nýju um mitt ár. Horft var sérstaklega til þeirra starfsmanna sem þurftu frá félaginu að hverfa í kjölfar heimsfaraldursins en hlutfall endurráðninga á árinu var ríflega 60%. Nýtt og skilvirkara ráðningarkerfi var tekið í notkun og hefur reynst afar vel. Ráðningarferlið var sömuleiðis aðlagað að breyttum aðstæðum og atvinnuviðtöl voru í auknum mæli framkvæmd í gegnum fjarbúnað.

Á liðnu ári var fylgst sérstaklega með líðan starfsfólks enda óvissa og ytri aðstæður erfiðar mörgum. Vinnustaðagreiningar voru rýndar og brugðist við sérstaklega með það að markmiði að auka starfsánægju, traust og stolt starfsfólks Bláa Lónsins.

Eins er fylgst með öðrum helstu mælikvörðum í mannauðsmálum, svo sem starfsmannaveltu, veikindahlutfalli, fjölda umsókna, kynjahlutfalli o.fl. og brugðist við með viðeigandi aðgerðum ef þurfa þykir.

Starfsánægja
84%
NPS skor starfsmanna
87%
Veikindahlutfall
3.5%
Raun starfsmannavelta
10%

Sigrún Halldórsdóttir

Mannauður

“Tengslin milli sjálfbærni og mannauðs eru samtvinnuð, starfið sjálft snýst um fólk og félagslega sjálfbærni. Í mannauðsteymi Bláa Lónsins er alltaf stefnt að stöðugri framþróun í þessum efnum. Þegar kemur að þjálfun og starfsþróun starfsfólks er stefnan ávallt sú að veita starfsfólki virði í leik og starfi og auka þannig við félagslega velsæld. Sú fjárfesting í þekkingu sem starfsfólkið öðlast eftir að hafa unnið innan fyrirtækisins er mikilvæg og við leitumst því við að gefa starfsfólki okkar tækifæri til þess að takast á við nýjar áskoranir og hlutverk með tilliti til áhugasviðs og menntunar. Mannauðstengd gögn eru mæld og eru þau notuð sem leiðarljós við ákvarðanatöku með tilliti til fjárhagslegrar sjálfbærni. “

Fjölbreytileiki og jafnræði

Á liðnu ári var mikil áhersla lögð á að hlúa sérstaklega vel að andlegri líðan starfsmanna. Eftir krefjandi og mikla óvissutíma var meðvitað boðið uppá hina ýmsu viðburði til að stuðla að bættri líðan. Boðið var uppá hugleiðslur fyrir starfsmenn, jóga og slökunartónheilun. Efnt var til hreyfiviku þar sem allir starfsmenn voru hvattir til að huga að hreyfingu. Þá var boðið uppá hin ýmsu erindi frá sérfræðingum sem höfðu það sameiginlega markmið að stuðla að bættri vellíðan, til að mynda tengdu matarræði, svefni og hreyfingu.

Auk þess var  lagt upp úr nærandi samveru og hafa gaman saman þegar sóttvarnarráðstafanir gáfu leyfi til. Reynt var að gera starfsmönnum dagamun með því að bjóða uppá ísbíl, kaffivagn, ristaðar möndlur, jólahlaðborð í matstofunni svo nokkur dæmi séu nefnd.

Kynjahlutfall

Aldur

Fjölbreytileiki og jafnræði

Bláa Lónið hlaut fyrst jafnlaunavottun, samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85, árið 2018. Bláa Lónið leggur mikla áherslu á að að samræmis sé gætt þvert á fyrirtækið og að greidd séu sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum.

Bláa Lónið fór í sína fjórðu úttekt á jafnlaunakerfinu á árinu og fékk endurnýjaða vottun á jafnlaunakerfinu í nóvember. Bláa Lónið stóðst úttektina með mikilli prýði, eða frávikalaust. Kynbundinn launamunur mældist undir vikmörkum eða 1,50%, körlum í vil. Í aðhvarfsgreiningunni mælist skýringahlutfallið 96,5% en það staðfestir að breyturnar sem notaðar eru til grundvallar í launaákvörðunum skýra vel launamyndun í félaginu.  Fræðsla er varðar jafnlaunavottun er aðgengileg á rafrænu Bláa Lóns Akademíunni sem leiðarvísir fyrir alla stjórnendur. 

Jafnlaunavottun 2019 2020 2021
Launamunur kynjanna 1,47% 1,70% 1,50%
Skýringarhlutfall 94,2% 94,9% 96,5%

Fræðsla og þjálfun

Bláa Lónið vill vera leiðandi fyrirtæki í þjálfun og fræðslu starfsfólks. Fagleg fræðsla fyrir starfsfólk hámarkar bæði árangur Bláa Lónsins sem og upplifun gesta ásamt því að ýta undir vellíðan og öryggi starfsfólks. Bláa Lónið leggur upp með að fræðsla innan fyrirtækisins sé framúrskarandi og aðgengileg öllum starfsmönnum frá fyrsta degi í starfi. Öll þjálfun er tengd við gildi fyrirtækisns.

Á árinu 2021 var lögð mikil áhersla á þjálfun starfsfólks. Leiðtogaþjálfun átti sér stað meðal vaktstjóra, deildarstjóra, forstöðumanna og framkvæmdastjóra. Markmiðið var að efla leiðtogahæfni stjórnenda og virkja þannig og hvetja starfsfólk til að ná hámarksárangri í störfum sínum. Mæltist hún vel fyrir og verður henni haldið áfram á árinu 2022.

Vefnámskeið og Námskeið í kennslustofu Kona Karl
Fjöldi starfsmanna 257 173
Þjálfunarskipti alls 1542 1038

430 starfsmenn hafa tekið þátt í þjálfun á árinu með það að markmiði að auka þeirra persónulegu og faglegu færni. Yfir 95% kennslunnar fór fram í kennslustofu.

Start typing and press Enter to search