Sjálfbærni í grunninn

„Bláa Lónið er einstakt dæmi, á heimsvísu, um fjölnýtingu endurnýjanlegrar jarðvarmaauðlindar og sjálfbærrar þróunar“

Sjálfbær rekstur

9-1

Sjálfbærni er kjarni og uppspretta Bláa Lónsins. Fyrirtækið hefur að leiðarljósi að fullnýta auðlindastrauma úr iðrum jarðar frá nærliggjandi jarðvarmaveri til að skapa verðmæti sem koma fram í upplifun gesta þess sem og í framleiðslu á vörum. Þessi hugmyndafræði endurspeglast í hönnun á upplifunarferlum, vörum og byggingum sem eru ávallt þróaðar í sátt við umhverfi sitt.

Visthringur jarðsjávar

Uppruna Bláa Lónsins má rekja til jarðsjávar sem sóttur er úr jarðlögum í um 2.000 metrum undir yfirborði hraunsins sem umlykur starfsemina. Jarðsjórinn er samsettur úr 2/3 sjó og 1/3 ferskvatni og er um 240°C heitur við upptöku. Jarðsjórinn er ríkur af steinefnum og salti og samsetning hans gerir hann einstakan á sinn hátt. Til að mynda er það útfelling á kísli í jarðsjónum sem gefur lóninu sinn heimsþekkta bláa lit. Þessi vökvi myndar einnig  einstakt lífríki þar sem blágrænir örþörungar blómstra við kjöraðstæður.

Áralangar vísindarannsóknir á þessum örþörungi, samspil hans við kísil og á eiginleikum jarðsjávarins hafa sýnt fram á undraverðan lækningamátt hans, bæði hvað varðar meðferð við psoriasis og einnig virkni gegn öldrun húðar.

Hráefni

Jarðsjórinn er fjölnýttur í rekstri fyrirtækisins og að lokum er honum skilað aftur niður í jarðlögin og þannig aftur inn í hringrásarkerfið. Gufan er notuð til að framleiða sjávarsalt úr jarðsjónum og koltvísýringurinn frá nærliggjandi jarðvarmaveri er nýttur til að næra blágræna örþörunga sem einangraðir hafa verið úr einstöku vistkerfi lónsins og ræktaðir í Rannsókna- og þróunarsetri fyrirtækisins.

Bláa Lónið Heilsuvörur ehf. framleiðir hágæðahráefni í húðvörulínur Bláa Lónsins með því að fjölnýta jarðsjó og aðra auðlindastrauma frá jarðvarmaverinu. Þannig stuðlar fyrirtækið að sjálfbærri nýtingu endurnýjanlegra auðlinda og bindingu koltvísýrings með ræktun örþörunga. Öll hráefni félagsins sem nýtt eru í húðvörur þess eru COSMOS APPROVED og geta því verið notuð í COSMOS NATURAL vottaðar vörur.

Orka

7_orka-01

Raf- og varmaorkunotkun Bláa Lónsins er öll frá nærliggjandi jarðvarmaveri og er fullkomlega endurnýjanleg og sjálfbær. Í innkaupastefnu félagsins er markvisst valinn orkusparandi búnaður fram yfir annan og led lýsing valin þar sem kostur er. Í rekstri er ávallt unnið að því að finna nýjar leiðir til að draga úr sóun og lágmarka þar með umhverfisspor félagsins. Sóun á orku er einn angi þess.

Orkunotkun

Heitavatnsnotkun

EININGAR BLÁA LÓNSINS ORKUNOTKUN* 2021 HEITAVATNSNOTKUN** 2021
ÞRÓUNARSETRIÐ 264.566 10.895
SILICA HOTEL 239.080 28.265
BLUE LAGOON & RETREAT HOTEL 3.172.356 230.951
LAUNDRY HOUSE & STOREHOUSE 830.113 4.568
TOTAL 4.509.743 274.679

*in kWh – ** in m3

Orkunotkun hefur aukist síðastliðin ár með tilkomu nýrra rekstrareininga, Retreat Hotels, Retreat Spa, Moss Restaurant, Spa Restaurant og nýs þvottahúss. Orkunotkun minnkaði þó töluvert á tímum COVID-19 vegna lokana en árið 2021 var Bláa Lónið aðeins opið seinni hluta árs.

Orkunotkun á hvern gest jókst töluvert árið 2020 vegna skyndilegrar fækkunar gesta og óvissu í rekstri í kjölfar Covid-19.

Árið 2021 var hægt að stýra betur rekstrinum þrátt fyrir lokanir og draga þar með úr óþarfa orkunotkun. Lágmarks orkuþörf er þó alltaf nauðsynleg til að viðhalda byggingum og rekstri þrátt fyrir lokanir. Fyrirtækið leitar stöðugt nýrra leiða til að hámarka nýtni þessara orkustrauma á hverju ári.

Vatn

Fullnýting auðlindastrauma er það sem einkennir rekstur og vörur Bláa Lónsins. Það er hluti af stefnu fyrirtækisins að hámarka nýtingu jarðsjávar og annarra auðlindastrauma til að skapa einstaka upplifun og náttúruleg verðmæti. Notkun jarðsjávar síðastliðin ár hefur ekki aukist þrátt fyrir tilkomu nýrra rekstrareininga með nýjum baðlónum. Ástæðan er bestun fyrirtækisins á nýrri dælustöð sem tekin var í notkun árið 2016 til að jafna flæði og hitastýringu í lónunum. Samdráttur í notkun jarðsjávar og annarra auðlindastrauma er í beinum tengslum við samdrátt í rekstri vegna heimsfaraldurs. Bestun í rekstri og fjölgun gesta árið 2021 leiddi til lægri vatnsnotkunar á hvern gest.

Notkun á köldu vatni

Notkun á jarðsjó

Start typing and press Enter to search