Lykilverkefni og árangur

„Náttúran er okkar verðmætasta auðlind og hún er ekki óþrjótandi.”

Sjálfbær nýting auðlinda og verndun umhverfisins til að tryggja lífsgæði samfélagsins til framtíðar haldast í hendur við verðmætasköpun og sjálfbæra þróun Bláa Lónsins. Bein tenging manns og náttúru er orðin fágæt upplifun í hinum annasama hversdagsleika lífsins. Bláa Lónið skapar þessar tengingar í gegnum einstakar upplifanir í sinni þjónustu á Íslandi og með húðvörum sínum um allan heim.

Markmið og umbótaverkefni í umhverfismálum

Markmið Bláa Lónsins í umhverfismálum árið 2021, eins og síðastliðin ár, endurspeglast í umhverfisstefnu og sjálfbærniáætlun félagsins. Þar er sérstök áhersla lögð á að draga úr umhverfisspori fyrirtækisins m.t.t. losunar gróðurhúsalofttegunda, úrgangsmála og aukinnar sjálfbærni í rekstri.

Til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á árinu var áætlað að bæta enn við rafhleðslustöðvar og bjóða umhverfisvænni samgöngukosti til og frá vinnu. Á sama tíma var stefnt að því að kolefnisjafna flutning húðvara Bláa Lónsins Heilsuvara ehf. (BLH), frá framleiðslu að dyrum viðskiptavina. Þá voru markmið sett hvað varðar endurvinnslu og bætta nýtingu, t.a.m. pappírs, sem og að fá vottun á umhverfisstjórnunarkerfinu.

„Nú sem aldrei fyrr er heimsbyggðin að takast á við gríðarlegar áskoranir sem munu í mörgum tilfellum hafa óafturkræf áhrif á vistkerfi og lífslíkur flestra lífvera á jörðinni, þar á meðal mannsins. Aðgerðir okkar í dag hafa veruleg áhrif á lífsgæði framtíðarkynslóða og verndun okkar dýrmætu náttúru.“

Fannar Jónsson | Gæða- og umhverfisstjóri Bláa Lónsins

Niðurstöður markmiða

Á árinu 2021 átti sér stað mikil framþróun í umhverfismálum félagsins sem hófst með vottun á umhverfisstjórnunarkerfinu samkvæmt ISO14001 og viðurkenningu frá Samtökum atvinnulífsins þar sem fyrirtækið var valið Umhverfisfyrirtæki ársins 2021.

Aðrir mikilvægir áfangar á árinu voru:

 • Kolefnisjöfnun á flutningi á vörum frá vöruhúsum félagsins heim að dyrum viðskiptavina um allan heim.
 • Ákvörðun tekin um nýja skrifstofubyggingu á höfuðborgarsvæðinu, sem mun draga töluvert úr keyrslu hluta starfsfólks til og frá vinnu með tilheyrandi eldsneytissparnaði og fjölgun hleðslustæða.
 • Vistferilsgreining hófst á framleiðslu tveggja húðvara félagsins.
 • Flokkunargámum fjölgað á athafnarsvæðinu og nýjum flokkum bætt við.
 • Fjöldi umbótaverkefna í rekstri við að draga úr einnota plasti.
Markmið 2021 Árangur 2021 Markmið 2022 Langtímamarkmið
Losun gróðurhúsalofttegunda (umfang 1&2) < 1,6 CO2eq 1,4 CO2eq < 1,5 CO2eq Enginn bruni jarðefnaeldsneytis
Notkun pappírs < 200.000 blaðsíður 57.500 blaðsíður < 100.000 blaðsíður Hætta að prenta pappír
Endurvinnsluhlutfall úrgangs > 45% 35% > 50% Engin urðun úrgangs
Draga úr notkun á einnota plasti í upplifunarferlum 78% samdráttur miðað við 2019 < 10% af notkun árið 2019 Ekkert einnota plast í upplifunarferlum

Áherslur og verkefni 2022

Í átt að kolefnishlutleysi

 • Draga úr kaupum á jarðefnaeldsneyti
 • Kaupa vottaðar kolefnisheimildir
 • Gefa út Science Based Target fyrir Bláa Lónið
 • Gefa út og kynna „The Way We Buy“ fyrir verktaka og birgja félagsins

Í átt að hringrásarhagkerfi

 • Draga úr myndun úrgangs og hækka endurvinnsluhlutfallið
 • Sjálfbær í salti, handsápu og handspritti
 • Skilgreina og vakta verðmætasköpun félagsins
 • Skilgreina og vakta nýtni matvæla í rekstri

Í átt að sjálfbærni:

 • Auka hlutfall innkaupa fá nærsamfélaginu
 • Draga úr einnota plasti í upplifun gesta
 • Auka fjölda húðvara í hringrásarumbúðum
 • Bæta upplýsingagjöf um sjálfbærni félagsins

Þessum verkefnum verður fylgt eftir út árið og verður árangur metinn út frá meðfylgjandi settum markmiðum í umhverfismálum árið 2022.

Start typing and press Enter to search