Leiðarljós, stefnur og gildi Bláa Lónsins

Leiðarljós Bláa Lónsins

Að umbreyta einstöku undri í upplifun á heimsvísu.

Innri gildi Bláa Lónsins

we-create-memotires

EINSTAKAR MINNINGAR

Hvern einasta dag sköpum við minningar sem gestir okkar frá öllum heimshornum taka með sér heim. Saman sköpum við ógleymanlegar minningar í leik og starfi.

we_inspire

INNBLÁSTUR

Með hugmyndaauðgi, teymisvinnu og nýsköpun að leiðarljósi göngum við ávallt skrefinu lengra í því að hvetja hvort annað áfram og í því að þjónusta gesti okkar sem best.

we-care

UMHYGGJA

Vellíðan og öryggi gesta og starfsfólks skiptir okkur öllu máli. Okkur er annt um hvort annað og við kappkostum að skapa öruggan og heilbrigðan vinnustað.

we-bring-joy

GLEÐI

Við gleðjumst saman og gleðjum gesti okkar.  Við skemmtum okkur saman í vinnunni og utan hennar.

we-respect-3

VIRÐING

Við berum virðingu fyrir umhverfi og einstakri náttúru.  Við berum virðingu fyrir hvort öðru og mismunandi menningarheimum gesta og starfsfólks.

Start typing and press Enter to search