Rannsóknir og þróun

„Í yfir 30 ár hafa vísindalegar og fræðilegar rannsóknir verið stundaðar innan Bláa Lónsins.“

3_heilsa_og_vellidan-01

Rekstur Bláa Lónsins er einstakt dæmi um margþætta nýtingu jarðhitaauðlinda til aukinna lífsgæða hvort sem horft er til læknismeðferða, vellíðunarferðaþjónustu eða þróunar á einstökum húðvörum.  Það starf sem á sér stað í Rannsókna- og þróunarmiðstöð Bláa Lónsins er grunnur allrar þessarar starfsemi þar sem sjálfbærni er leiðarstefið.

Rannsóknir og þróun

Áhersla á öflugt rannsóknastarf hefur einkennt starfsemi Bláa Lónsins allt frá stofnun og er fjöldi vísindagreina sem birtar hafa verið í viðurkenndum vísindatímaritum sem og einkaleyfi fyrirtækisins góður vitnisburður þar um. Bláa Lónið vinnur að rannsóknum í samstarfi við vísindamenn innanlands og erlendis, og hefur ætíð átt farsælt samstarf við háskólasamfélagið á sviði rannsókna og þróunar. Frá upphafi hefur fyrirtækið stundað rannsóknir á auðlindinni og aukið þekkingu í þágu samfélagsins. Sem dæmi um rannsóknir má nefna rannsóknir á lækningamætti jarðsjávarins á psoriasis, lífvirkni innihaldsefna jarðsjávarins og rannsóknir á vistkerfi lónsins.

Yfir 30 ár af vísindalegum og fræðilegum rannsóknum

Yfir 20 ritrýndar vísindagreinar og á annan tug fræðilegra rannsókna (meistara og doktorsverkefni) hafa verið birtar þar sem jarðsjór Bláa Lónsins er viðfangsefnið.

Vísindalegar rannsóknir hafa frá upphafi gegnt lykilhlutverki í velgengni Bláa Lónsins og eru forsenda allrar nýrrar framþróunar húðvara fyrirtækisins. Það er ástæða þess að fyrirtækið er í samstarfi við fjölbreytt teymi vísindamanna.

Hér er hægt að lesa nokkrar birtar lykilniðurstöður undanfarinna ára varðandi rannsóknastarfsemi Bláa Lónsins.

Ása Brynjólfsdóttir

Rannsóknir og þróun húðvara

“Bláa Lónið er einstakt dæmi á heimsvísu um sjálfbæra þróun og fjölnýtingu jarðvarmastrauma. Öflugt rannsókna- og þróunarstarf er ein af lykilforsendum þess kraftmikla nýsköpunarstarfs sem einkennir fyrirtækið. Áhrif starfsemi okkar á lífsgæði, samfélag og náttúru hafa ávallt verið okkur hugleikin. Lækningalindin þar sem lífsgæði einstaklinga með psoriasis er bætt til muna, náttúrulegar húðvörur sem unnar eru með sjálfbærum aðferðum svo hægt sé að njóta einstakrar virkni jarðsjávar Bláa Lónsins hvar sem er í heiminum og öll þau fjölþættu störf sem skapast hafa við fjölnýtingu einstakra jarðvarmastrauma eru góður vitnisburður um það. Tenging mannsins við náttúruna er lykillinn að auknum lífsgæðum og þannig velsæld almennt.”

Start typing and press Enter to search