Hótel

„Hágæða hótelstarfsemi á einstökum stað.“

Retreat hótel

Everything is top of the line and the entire experience just exudes luxury.

Október 2021 • Umsögn af Tripadvisor

Rekstur Retreat Hotel gekk vel á árinu og greinilegt að góður orðstír hótelsins hefur borist víða. Retreat Hotel er þekkt fyrir einstaka upplifun gesta, þjónustu, umgjörð, hönnun og magnað umhverfi.

Ákveðið var að takmarka nýtingu fyrstu mánuðina eftir opnun en auka svo við hana smám saman með það að markmiði að tryggja bæði gæði og upplifun gesta eins og áður. Á Retreat Hotel er lögð áhersla á hágæðaupplifun í einstöku umhverfi þar sem þjónusta og aðbúnaður er eins og best verður á kosið.  Á hótelinu eru 62 herbergi og tveir veitingastaðir. Heilsulind Retreat Spa er órjúfanlegur hluti upplifunarinnar, en gestir hótelsins hafa fullan aðgang að upplifunarsvæðum Retreat Spa á meðan á dvöl þeirra stendur.

Silica Hotel

„Fantastic stay!“

Júní 2021 • Umsögn af Tripadvisor

 

„A very special treat“

Ágúst 2021 • Umsögn af Tripadvisor

Silica Hotel er einstakt hótel þar sem gestir hafa aðgang að sérstöku einkalóni í mosagrónu hrauni. Hótelið naut mikilla vinsælda hjá erlendum gestum á árunum fyrir COVID-19 og var nánast upp bókað árið um kring. Í júní var ákveðið að hefja reksturinn að nýju eftir lokanir vegna COVID-19 þó með takmörkuðu herbergjaframboði. Framboðið var svo aukið eftir því sem líða tók á árið. Var þetta gert til þess að tryggja góða upplifun gesta og sveigjanleika í rekstri þar sem mikil óvissa ríkti vegna síbreytilegra sóttvarnaaðgerða. Frá og með ágúst var hótelið rekið á fullum afköstum.  

Ýmsar breytingar voru gerðar á þjónustu- og vöruframboði á Silica Hotel á fyrri hluta árs sem höfðu það að markmiði að bæta upplifun gesta enn frekar. Á árinu voru haldnar svokallaðar Eðalhelgar með Önnu Eiríks sem nutu nokkurra vinsælda á innanlandsmarkaði. 

Silica Hotel hefur þróast gríðarlega frá opnun sinni árið 2005. Upphaflega var það stofnað sem Lækningalind þar sem boðið var uppá lækningameðferðir gegn psioriasis. Lækningalindin eða Clinic Hotel varð svo að Silica Hotel 2016 með áherslur á framúrskarandi þjónustu og vellíðan fyrir gesti. Þrátt fyrir þessa breytingu heldur Silica Hotel áfram að taka á móti meðferðargestum þar sem lækningamáttur lónsins er nýttur í meðferðunum.

Start typing and press Enter to search