Í átt að sjálfbærni

„Með stöðugri framþróun stefnir fyrirtækið í átt að sjálfbærri framtíð fyrir alla.“

Skýr áhersla á sjálfbærni í stefnumótun Bláa Lónsins skiptir miklu máli.  Hún stuðlar að aukinni skilvirkni, bætir skipulag og markmiðasetningu og þannig árangur fyrirtækisins, hvort sem horft er til fjárhagslegra, samfélagslegra eða umhverfislegra þátta. Með stöðugri framþróun stefnir fyrirtækið í átt að sjálfbærri framtíð fyrir alla.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og krefjast þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila. Bláa Lónið leggur sitt af mörkum til að styðja við heimsmarkmiðin.

Framlag starfsfólks Bláa Lónsins er mikilvægt við mótun og þróun á sjálfbærnivegferð fyrirtæksins.  Álit þeirra lagði grunninn við val á þeim heimsmarkmiðum sem Bláa Lónið telur rétt og best að leggja sérstaka áherslu á á sinni vegferð. Þó öll markmiðin séu vissulega mikilvæg á heimsvísu voru eftirfarandi fimm markmið formlega sett á oddinn innan fyrirtækisns á árinu og verður sérstaklega horft til þeirra næstu tíu árin.

Heimsmarkmið Bláa Lónsins

3 – HEILSA OG VELLÍÐAN

Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar.

7 – SJÁLFBÆR ORKA

Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði.

9 – NÝSKÖPUN OG UPPBYGGING

Byggja upp viðnámsþolna innviði fyrir alla, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun.

12 – ÁBYRG NEYSLA OG FRAMLEIÐSLA

Sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur verði tryggð.

13 – AÐGERÐIR Í LOFTSLAGSMÁLUM

Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra.

Innleiðing heimsmarkmiðanna

2020-2021 2022 2023
Forgangsröðun heimsmarkmiða fyrir rekstur Bláa Lónsins Markmiðasetning m.t.t. heimsmarkmiðanna Meta og kynna árangur innleiðingar heimsmarkmiða

Samfélagsábyrgð

Vegferð Bláa Lónsins í átt að sjálfbærni er bæði gömul saga og ný, þar sem Bláa Lónið var stofnað á sínum tíma í kringum hugmyndina um hvernig væri hægt að nýta hrakstrauma jarðsjávarins til verðmætasköpunar og vellíðunar á sjálfbæran hátt. Allt frá stofnun hefur það verið mikilvægt leiðarljós fyrirtækisins að stuðla að vellíðan fyrir umhverfið sem og fyrir þá gesti sem kjósa að sækja Bláa Lónið heim. Þessari vegferð er hvergi nærri lokið og í sífellu er reynt að finna nýjar leiðir í átt að auknu jafnvægi milli efnahagslegra, félagslegra og umhverfislegra þátta en á sama tíma að mæta þörfum hagaðila félagsins með samvinnu og samstöðu.

Frá árinu 2019 hefur þverfagleg nefnd starfað innan veggja fyrirtækisins sem heldur utan um málaflokkinn Samfélagsábyrgð. Markmið nefndarinnar er að innleiða samfélagsábyrgð í öllum einingum fyrirtækisins sem og að bæta frammistöðu fyrirtækisins í samfélags- og umhverfismálum. Stefna, verkefni og markmið eru skilgreind árlega og nefndin fundar vikulega þar sem lokatakmarkið er ávallt að koma Bláa Lóninu sífellt nær sjálfbærni.

Hin tíu grundvallarviðmið UN Global Compact

Frá árinu 2018 hefur Bláa Lónið horft til grundvallarviðmiða UN Global Compact við gerð stefnumótunar, markmiðasetningar og umbóta á verklagi sér í lagi hvað varðar samfélagslega ábyrgð.  Fyrirtæki almennt gegna mikilvægu hlutverki hvað varðar að tryggja almenn mannréttindi, vinnumarkað, verndun umhverfis og að sporna við spillingu og þar er Bláa Lónið engin undantekning.

Bláa Lónið vinnur samkvæmt þessum grundvallarviðmiðum eins og sjá má í stefnum félagsins hér að neðan:

Mannréttindi

Viðmið 1: Fyrirtæki styðja og virða vernd alþjóðlegra mannréttinda.

Viðmið 2: Fyrirtæki fullvissa sig um að þau gerist ekki meðsek um mannréttindabrot.

Stefna Bláa Lónsins

Vinnumarkaður

Viðmið 3: Fyrirtæki styðja við félagafrelsi og viðurkenna í raun rétt til kjarasamninga.

Viðmið 4: Fyrirtæki tryggja afnám allrar nauðungar- og þrælkunarvinnu.

Viðmið 5: Virkt afnám allrar barnavinnu er tryggt.

Viðmið 6: Fyrirtæki styðja afnám misréttis til vinnu og starfsvals.

Mannauðsstefna

Umhverfi

Viðmið 7: Fyrirtæki styðja beitingu varúðarreglu í umhverfismálum.

Viðmið 8: Fyrirtæki hafi frumkvæði að því að hvetja til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfinu.

Viðmið 9: Fyrirtæki hvetji til þróunar og nýtingar á umhverfisvænni tækni.

Umhverfisstefna

Gegn spillingu

Viðmið 10: Fyrirtæki vinni gegn hvers kyns spillingu, þar með talið kúgun og mútum.

Samfélagsstefna

Stöðluð skýrslugerð

Sjálfbærni- og samfélagsskýrsla Bláa Lónsins er unnin samkvæmt GRI stöðlunum (Global Reporting Initiative), sem eru alþjóðlega viðurkenndir staðlar um skýrslugerð er varðar efnahag, umhverfi og félagsleg áhrif fyrirtækja.

Þessir staðlar eru hannaðir til þess að aðstoða fyrirtæki í því að upplýsa um frammistöðu sína gagnvart samfélagslegum þáttum, sem og að innleiða og kynna sjálfbæra þróun. Ferlið felur í sér aðkomu margra aðila og skilgreiningu á þeim viðfangsefnum og mælikvörðum sem safnað er hverju sinni.

Aðferðafræði

ISO 26000 staðallinn er mikilvægur sem viðmið og verkfæri í að innleiða samfélagslega ábyrga hegðun inn í stjórnkerfi og stefnumótun Bláa Lónsins. Allt frá hugtökum til aðgerða leiðir staðallinn fyrirtæki í gegnum hvernig þau geta metið núverandi stöðu og unnið að umbótum í átt að aukinni samfélagslegri ábyrgð.  Bláa Lónið tók mið af staðalinum við endurhönnun stjórnkerfisins á árinu 2021.  Næstu skref  eru að virkja allar einingar fyrirtækisins í samfélagslegri ábyrgð með hjálp kafla 7 í ISO 26000 staðlinum.

Samfélagsleg ábyrgð – markmið

Markmið 2021 Árangur 2021 Markmið 2022 Langtímamarkmið
Samfélagsstyrkir Bláa Lónsins – ferill skilgreindur Nýr ferill ákveðinn og samþykktur Innleiðing á nýju ferli fyrir samfélagsstyrki Samfélagsstyrkir í fullu samræmi við áherslur fyrirtækisins
Auka fræðslu og þekkingu á samfélagslegri ábyrgð innan fyrirtækisins Aukin þekking á samfélagslegri ábyrgð í gegnum viðburði mannauðsdeildar Auka þátttöku starfsfólks í samfélagslegum verkefnum Samfélagsábyrgð er órjúfanlegur hluti af menningu Bláa Lónsins
Bjóða samfélaginu fræðslu um sjálfbærni Hagsmunaaðilar Bláa Lónsins uppfærðir Framkvæma dýpri hagsmunaaðila-greiningu Árangursrík samskiptaáætlun við helstu hagsmunaaðila fyrirtækisins
Nota ISO 26000: 2010 sem leiðarvísi að samfélagslegri ábyrgð  innleiðingaráætlun ISO 26000 útfærð Hefja innleiðingaráætlun ISO 26000 Stjórnkerfi Bláa Lónsins samræmist leiðbeiningum ISO 26000
Útbúa nýja sjálfbærniskýrslu Kynning á skýrslunni betrumbætt Gefa út sjálfbærniskýrslu tengda heimsmarkmiðum Sameinuðuþjóðanna Aðgengileg og skýr skýrsla sem lýsir vel samfélagsábyrgð og sjálfbærni Bláa Lónsins
Forgangsraða heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna Heimsmarkmiðin forgangsröðuð í samræmi við áherslu starfsfólks Tengja markmið fyrirtækisins við heimsmarkmiðin Innleiða heimsmarkmiðin að fullu inn í allan rekstur og markmiðasetningu fyrirtækisins
Verklag tengt samfélagsábyrgð Umbætur í vottun stjórnkerfisins Framkvæma B-impact mat fyrir B-corp vottun, sem er alþjóðlega viðurkenndur staðall í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja Fá B-corp vottun

Start typing and press Enter to search