Húðvörur
,,Jarðsjórinn er ríkur af eftirsóknarverðum lífvirkum efnum; steinefnum, kísil og örþörungum, sem styrkja og vernda húðina og eru því lykilhráefni í húðvörum Bláa Lónsins .”
Húðvörur
Bláa Lónið Heilsuvörur ehf., sem er dótturfélag Bláa Lónsins hf., þróar og markaðssetur húðvörur undir vörumerkinu Blue Lagoon Iceland, sem er í eigu móðurfélagsins.
Blue Lagoon Iceland húðvörurnar byggja á jarðsjó Bláa Lónsins og þeim lífvirku efnum sem í honum er að finna.
Lækningamáttur Bláa Lónsins varð fólki fyrst ljós þegar forvitnir heimamenn hófu að baða sig í heillandi lóninu. Böðun í heitum jarðsjónum veitti vellíðan og hafði góð áhrif á húðina. Lónið varð fljótlega rannsóknarefni fjölmargra vísindamanna. Rannsóknir leiddu í ljós að lónið hefur lækningamátt og vistkerfi þess er einstakt á heimsvísu. Bláa Lóns vatnið er á lista National Geographic sem eitt af undrum veraldar vegna einstakra eiginleika jarðsjávarins. Jarðsjórinn er ríkur af eftirsóknarverðum lífvirkum efnum; steinefnum, kísil og örþörungum, sem styrkja og vernda húðina. Jarðsjórinn og þau lífvirku efni sem eru að finna í honum eru lykilhráefni í húðvörum Bláa Lónsins.
Húðvörunar eru þróaðar og framleiddar með sjálfbærum hætti. Í rannsókna- og þróunarsetri Bláa Lónsins í Svarsengi hefur verið byggð sérstök hráefnavinnsla þar sem meðal annars eru ræktaðir örþörungar með nýrri umhverfisvænni tækni. Örþörungarnir eru fóðraðir á jarðvarmagasi, sem er ríkt af koltvísýringi, og kemur upp með jarðsjónum. Örþörungarnir binda þannig koltvísýring sem annars færi út í andrúmsloftið. Með þessum hætti drögum við úr kolefnisspori okkar, en það er ávallt markmið fyrirtækisins að leita leiða til að draga úr umhverfisspori þess.
„Þróun húðvara Bláa Lónsins byggir á vísindalegum grunni. Mikilvægur þáttur í þeirri þróun felst í virku rannsóknasamstarfi við háskólaumhverfið á Íslandi. Samstarf sem fóstrar nýsköpun og miðlun þekkingar og reynslu sem er fyrirtækinu og samfélaginu til hagsbóta.“
Halldór Guðfinnur Svavarsson
Prófessor í Háskóla Reykjavíkur
Húðvörulínur Bláa Lónsins
Undir Blue Lagoon Iceland húðvörumerkinu eru þrjár meginvörulínur, sem hafa ólíka staðsetningu á markaði hvað varðar þarfir, markhópa og verð.
Spa vörulína
Byggir á nærandi og styrkjandi eiginleikum jarðsjávar Bláa Lónsins. Vörulínan inniheldur andlitsmaska, hárvörur og baðvörur. Einstök vörulína sem færir Bláa Lóns upplifunina heim. Bláa Lónið hefur löngum verið þekkt fyrir hvíta kísilinn sem var hugmyndin að fyrstu vörunni, Silica Mud Mask, sem kom fyrst á markað árið 1995 og hefur verið vinsælasta vara Bláa Lónsins frá upphafi.
Meðferðarvörulína
Meðferðarvörulína Bláa Lónsins er sérstaklega þróuð fyrir viðkvæma húð og þá sem þjást af endurteknum húðkvillum, svo sem þurrki og ertingu. Meðferðarvörurnar eru verndandi og fyrirbyggjandi, og án ilmefna. Þær hafa verið notaðar með góðum árangri í Lækningalind Bláa Lónsins síðan 1994. Í Lækningalind Bláa Lónsins er boðið upp á viðurkennda og náttúrulega psoriasismeðferð undir eftirliti húðsjúkdómalæknis og hjúkrunarfræðings.
BL+
Vörulínan byggir á BL+ COMPLEX, nýju og byltingarkenndu innihaldsefni sem er einstök blanda hinna lífvirku örþörunga og kísils Bláa Lónsins. Virku efnin eru umlukin náttúrulegri fosfólípíðferju sem flytur þau djúpt í efsta húðlagið. Að auki innihalda vörurnar önnur þekkt lífvirk efni sem vinna gegn öldrun húðar svo sem C-vítamín og hýalúronsýru. BL+ vinnur gegn öldrun húðar og bætir heilbrigði hennar. Vísindi, virkni og sjálfbærni eru leiðarljósið í þróun varanna. Húðvörulínan kom fyrst á markað 2021 og er hún afrakstur 30 ára rannsóknarvinnu á lífvirkni og lækningamætti Bláa Lónsins. Vörulínan iniheldur öflugar formúlur sem bygga á byltingakenndri líftækni og brautryðjandi tækni í sjálfbærri framleiðslu. BL+ kemur djúpt úr iðrum jarðar, fer djúpt í vísindalegar rannsóknir og djúpt niður í húðlögin. BL+ The Serum er fyrsta varan í nýju húðvörulínunni. Hún hefur þegar fengið mikla athygli og er meðal annars á lista Elle yfir „The 2021 ELLE Green Beauty Stars“.
Við þróun og framleiðslu Blue Lagoon Iceland húðvaranna eru hvorki notaðar dýraafurðir né eru vörurnar prófaðar á dýrum. Lögð er áhersla á rannsóknir, sjálfbæra vinnslu og umhverfisvænar umbúðir. Stöðugt er verið að draga úr notkun umbúða úr plasti en með því viljum við draga úr pastspori fyrirtækisins. Þá er allur okkar rekstur kolefnisjafnaður í gegnum örþörungaræktun og skógrækt.
Ferðalag okkar í átt að sjálfbærni hefur leitt til uppgötvana og kennt okkur hversu mögnuðum eiginleikum jarðsjórinn býr yfir. Með rannsóknum og þróun hefur fyrirtækinu tekist að framleiða húðvörur með þessum viðurkenndu eiginleikum sem nýtast milljónum manna um allan heim og viðskiptavinir okkar eru á sama máli.
The BL serum and face cream are a PLUS!! I found my forever face products! I am beyond happy/pleased with you guys. Thank you so much for helping my skin.
Umsögn Viðskiptavina
I love all of your products that I have tried thus far….My face feels better, and looks smoother. I have no complaints for any of the products that I’ve been using… I pay for quality and I am receiving exactly what I’m paying for. Thank you for your awesome skincare line.
Umsögn Viðskiptavina
I am your big fan and advice your goods to all my friends and colleagues. Your mud mask is the best one I ‘ve ever tried in my life, really. I would even come to Iceland for it!
Umsögn Viðskiptavina
Alþjóðlegir markaðir
Blue Lagoon Iceland húðvörurnar eru seldar um allan heim í gegnum vefverslanir fyrirtækisins. Blue Lagoon US Ltd. í Bandaríkjunum annast sölu- og dreifingu í Ameríku og Blue Lagoon NL Ltd. í Hollandi, annast sölu- og dreifingu í Evrópu og til annarra heimshluta.
Á Ameríkumarkaði starfar teymi sérfræðinga sem mun leiða áfram vöxt á þeim markaði.
Meginverkefni ársins hefur snúið að því að styrkja Blue Lagoon Iceland húðvörurnar á Bandaríkjamarkaði og kynna nýja BL+ húðvörulínu til leiks. Með aukinni áherslu á auglýsingar og sýnileika á markaði hefur tekist að styrkja stöðu húðvaranna. BL+ The Serum er fyrsta varan í nýju húðvörulínunni. Hún hefur þegar fengið mikla athygli.
Flutningarnir kolefnisjafnaðir heim að dyrum
Kolefnisjafnaður flutningur frá vöruhúsum okkar og heim að dyrum viðskiptavina.
Ræktun og verndum skóga er lykilþáttur í að varðveita náttúrulegt jafnvægi jarðarinnar og vistkerfi mannsins. Skógarnir binda CO2 úr andrúmsloftinu og gefa þannig af sér hreinna loft og stuðla að líffræðilegum fjölbreytileika. Þess vegna stuðlar Bláa Lónið að skógrækt og stefnir að því að jafna kolefnisspor sitt. Árið 2021 fór Bláa Lónið í samstarf með Pachama – fyrirtæki sem sérhæfir sig í endurræktun skóga og sértækum verkefnum sem tengjast hvers konar kolefnisjöfnun.
Markmiðið er skýrt: Fleiri tré, minni mengun. Vöruflutningurinn er kolefnisjafnaður með því að reikna út kolefnislosun sérhverrar vöru í samræmi við þyngd og flutningsleið hennar. Útreikningarnir byggja á þekktum aðferðum og forsendum. Útreiknuð losun er síðan kolefnisjöfnuð í gegnum Pachama, þar sem kostnaðurinn rennur til ræktunar og verndar skóglendis.