Fjárhagur

„Þrátt fyrir krefjandi aðstæður á árinu 2021 er fjárhagsstaða Bláa Lónsins góð og eiginfjárhlutfall samkvæmt efnahagsreikningi í árslok nam 37%.“

€000

Velta

€48.097

EBITDA

€2.139

Afkoma eftir skatta

€-4.804

Eigið fé

€54.541

Handbært fé

€23.688

EBITDA / velta

4,4%

Eiginfjárhlutfall

37,1%

Arðsemi eigin fjár

-8,8%

Eigið fé

EBITDA

Skattspor Bláa Lónsins nam 1,8 milljörðum króna á árinu 2021.

Skattspor Bláa Lónsins á árinu 2021 nam rúmlega 1,8 milljörðum króna. Skattsporið felur í sér alla greidda skatta og gjöld til ríkis og sveitarfélaga að frádregnum stuðningi ríkisins vegna COVID-19.

Stuðningur ríkisins við félagið vegna COVID-19 skilaði sér því nífalt til baka til ríkissjóðs á síðasta ári. Á sama tíma varði félagið 396 störf að meðaltali, þrátt fyrir að hafa verið að mestu lokað á fyrri hluta árs.

Helgi Júlíusson

Fjármálasvið

“Stærsti hluti innkaupa félagsins fer í gegnum sviðið og tekur innkaupastefnan í auknum mæli mið af umhverfis- og sjálfbærnisjónarmiðum bæði við val á birgjum og við skipulag flutninga. Aukin áhersla hefur verið lögð á að finna leiðir til að einfalda verkferla og auka sjálfvirkni.

Bláa Lónið hefur  skilað miklum skatttekjum til samfélagsins sem styður við fjárhagslega velsæld almennings. Góð afkoma er einnig grunnforsenda þess að félagið geti látið gott af sér leiða í umhverfi sínu, stutt við samfélagsleg verkefni á þessu sviði og þannig félagslega velsæld.”

Ársreikningur 2021

Hér er hægt að sækja endurskoðaðan samstæðureikning Bláa Lónsins hf. fyrir árið 2021

Start typing and press Enter to search