Baðstaðir

„Eiginleikar jarðsjávar Bláa Lónsins eiga sér engan líkan. Það er ástæða þess að hann er eitt af 25 undrum veraldar.“

Þó svo að hefðbundin starfsemi hafi ekki hafist á baðstöðum Bláa Lónsins fyrr en um mitt ár var fyrri hluti ársins vel nýttur til endurbóta og þróunar á upplifunar- og móttökusvæðum. Þá voru allir öryggis- og gæðaferlar yfirfarnir og nauðsynlegar umbætur gerðar í tengslum við ISO gæðavottun Bláa Lónsins sem átti sér stað á árinu.

Blue Lagoon SPA

„Blue lagoon is unique and interesting experience and it was the highlight of our trip to Iceland.“

Október 2021 • Umsögn af Tripadvisor

 

 

„One of Earth’s most unique places. Hot springs, thermal baths, saunas and a world class spa.“

Júlí 2021 • Umsögn af Tripadvisor

Bláa Lónið opnaði að fullu í júní 2021 eftir svo til samfellda átta mánaða lokun. Aðlaga þurfti reksturinn reglulega að breyttum samkomutakmörkunum þar sem hámarksfjöldi gesta var ýmist takmarkaður eða aukinn.  

Talsverðar umbætur voru gerðar í móttöku BL SPA í upphafi árs þar sem áhersla var lögð á að bæta gestaflæði og hljóðvist og gera húðvörur Bláa Lónsins sýnilegri á móttökusvæði.

Þá voru innleiddar sjálfsafgreiðslustöðvar þar sem gestir geta með auðveldum hætti tékkað sig út sjálfir.  Að meðaltali nýta um 80% gesta sér sjálfsafgreiðsluna sem hefur bætt gæði þjónustunnar og flæði gesta og gert framlínustarfsmönnum kleift að einbeita sér í meira mæli að þjónustu og sölu. Þá voru umbætur gerðar á móttökuhúsinu við bílastæði Bláa Lónsins.

Á árinu var innleidd svokölluð flýti innritun með hjálp QR kóða sem bætir upplýsingaflæði til gesta við komu og styrkir upplifun þeirra.

Sögustund í Bláa Lóninu hefur vakið mikla lukku meðal gesta en þar segja gestgjafar sögu staðarins og frá því sem í boði er sem og að svara spurningum og vangaveltum. 

Retreat Spa

„I would give this more than 5 stars!“

Október 2021 • Umsögn af Tripadvisor

 

„HEAVEN!!“

Október 2021 • Umsögn af Tripadvisor

Retreat Spa er einstakt upplifunarsvæði á heimsmælikvarða. Svæðið er ætlað bæði hótel- og daggestum.  Í Retreat Spa er lögð áhersla á að tengja saman einstakt umhverfi og eiginleika jarðsjávarins með afar fáguðum hætti. Rétt eins og í Bláa Lóninu var fyrri hluti ársins nýttur í framkvæmdir og umbætur á gestasvæðum.   Gestir geta notið dvalarinnar í fjölbreyttum slökunarrýmum, gufuböðum og í sérstöku baðlóni sem er eingöngu ætlað gestum á Retreat Spa og Retreat hótelinu. Meðal nýjunga á Retreat Spa sem kynntar voru til sögunnar á síðasta ári er tónheilun undir tónverki eftir Láru Rúnarsdóttur og Arnar Guðjónsson sem er í boði í einu slökunarrýmanna.

Nudd- og snyrtimeðferðir Bláa Lónsins eru reknar undir Retreat Spa. Fljótandi slökunarnudd hefur um langt árabil verið ein þekktasta og vinsælasta spa meðferð Bláa Lónsins og var árið 2021 engin undantekning þar á.  

Á árinu 2021 var kynnt til sögunnar flotmeðferð Bláa Lónsins í samstarfi við íslenska frumkvöðlafyrirtækið Flothetta ehf.  Flothetta er íslensk uppfinning sem veitir líkamanum fullkominn flotstuðning í vatni. Flotmeðferðirnar hafa hlotið afar góðar móttökur hjá gestum en bæði er boðið uppá einstaklingsflot og flot í smærri hópum.

Már Másson

Viðskipta- og rekstrarsvið

„Stóraukin áhersla á sjálfbærni felur í sér tækifæri í flóknum rekstri. Hún setur okkur ramma og viðmið þar sem starfsmenn og stjórnendur leitast við að stilla saman hámarksgæði og hagkvæmni í rekstri en lágmarka umhverfisspor fyrirtækisins á sama tíma. Viðskiptavinir og starfsmenn á baðstöðum, hótelum, veitingastöðum og í verslunum gera þá kröfu að við högum okkar rekstri með sjálfbærni að leiðarljósi. Við höfum tekið fjölmörg skref í þessa átt á liðnu ári og þau verða fleiri á árinu 2022.“

Ánægja gesta

Bláa Lónið stendur fyrir reglulegum mælingum á ánægju gesta, meðal annars með því að mæla svokallað NPS-skor. Mælingin er vísbending um ánægju gesta lónsins og hversu líklegir þeir eru til að mæla með því við vini og fjölskyldu.

Bláa Lónið
Retreat Spa

Start typing and press Enter to search