Samfélagsverkefni

„Í mörg ár hefur Bláa Lónið boðið Íslendingum náttúrulega meðferð við psoriasis í Lækningalind Bláa Lónsins þeim án endurgjalds og ríkinu að kostnaðarlausu.“

Lækningalind

„Húðmeðferðir Bláa Lónsins í lækningaskyni eru mikilvægur hluti af starfsemi félagsins“

Lækningastarfsemin er samofin sögu fyrirtækisins. Frá 1994 hefur Bláa Lónið boðið upp á meðferð við psoriasis sem byggir á einstökum lækningamætti jarðsjávar Bláa Lónsins og notkun meðferðarvara Blue Lagoon Skincare.

Í mörg ár hefur fyrirtækið boðið Íslendingum náttúrulega meðferð við psoriasis í Lækningalind Bláa Lónsins án endurgjalds og ríkinu að kostnaðarlausu. Þessar meðferðir eru samþykktar af heilbrigðisráðuneytinu.  Engin breyting var þar á í þeim mánuðum sem fyrirtækinu var leyfilegt að hafa opið eða að starfa án takmarkana sem annars væru hamlandi fyrir þessa þjónustu á tímum COVID-19.

Á síðasta ári veitti Bláa Lónið íslenskum psoriasis-sjúklingum meðferð þeim að kostnaðarlausu og án opinberrar greiðsluþátttöku rétt eins og undanfarin ár. Fjöldi meðferðarskipta á árinu voru 1.640. Í venjulegu árferði hafa meðferðarskiptin verið að jafnaði um 3.000 á ári, en röskun hefur verið á starfsemi Lækningalindarinnar vegna COVID-19.

Það er notaleg stund að maka á sig leirnum og baðast í kísilblandaða vatninu. Aðstaðan í Lækningalindinni er til fyrirmyndar og viðmót starfsmanna afar gott.

Umsögn viðskiptavinar

 

 

 

 

 

 

Lesa meira

Ég hef verið reglulegur gestur í lækningalind Bláa lónsins og í ljósin frá árinu 2012 og á þeim tíma hef ég verið laus við útbrot og aðra fylgikvilla psoriasis.
Fyrir mig hefur meðferð í Bláa lóninu náð að halda niðri útbrotum allt árið um kring og ég hef ekki þurft að nota önnur krem né meðferðir en frá Bláa lóninu.

Umsögn viðskiptavinar

Lesa meira

Það að greinast með þennan ólæknandi og óútreiknanlegan sjúkdóm var mikið áfall fyrir unga konu og orð fá ekki lýst hversu mikið það hefur bætt líf mitt að geta náð að halda einkennum niðri með því að mæta í lónið og ljósin og geta þannig átt betra líf.

Umsögn viðskiptavinar

 

 

Lesa meira

Stuðningur við nærsamfélagið

Bláa Lónið styður við nærsamfélagið m.a. með því að styrkja margvísleg mannúðarverkefni með áherslu á íþrótta- og ungmennafélög auk menningar-, heilsu- og umhverfistengdrar starfsemi. Á árinu 2021 varði Bláa Lónið um 50 milljónum króna til samfélagslegra verkefna þrátt fyrir óvissu í rekstri og krefjandi rekstrarskilyrði.

blua-lagoon

Helga Árnadóttir

Sölu, markaðs og vöruþróunarsvið

„Bláa Lónið tekur hlutverk sitt mjög alvarlega sem einn af stærri atvinnurekendum á Reykjanesinu og leggur áherslu á jákvæð áhrif sín á félagslega velsæld. Fyrirtækið hefur því stutt myndarlega við hin ýmsu samfélagslegu verkefni í gegnum árin. Sem dæmi má nefna stuðning við öll íþróttafélögin á svæðinu og uppbyggingu golfvallarins í Grindavík. Á sama tíma styður félagið við hin ýmsu mannúðarverkefni á landsvísu sér í lagi þau sem tengjast lýðheilsu og heilbrigði. Þá má ekki gleyma Lækningalindinni, en Bláa Lónið hefur boðið Íslendingum upp á meðferðir við psoriasis frá árinu 1994.“

Start typing and press Enter to search