Verðlaun og vottanir
„Bláa Lónið er Umhverfisfyrirtæki ársins 2021”
Verðlaun
Bláa Lónið er afar stolt af þeim verðlaunum og viðurkenningum sem það hlaut á árinu 2021.
Umhverfisverðlaun ársins
Bláa Lónið hlaut á árinu 2021 verðlaun sem Umhverfisfyrirtæki ársins en þau eru veitt árlega af Samtökum atvinnulífsins. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti um verðlaunin sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu.
Verðlaunin eru veitt fyrirtæki sem talið er að hafi skarað fram úr á sviði umhverfismála. Fyrirtæki sem meðal annars hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi, aflað viðurkenninga fyrir starfsemi sína og afurðir, hefur sjálfbæra nýtingu í stefnu sinni, dregið úr úrgangi og gengið lengra en lög og reglur segja til um til að draga úr áhrifum starfseminnar á umhverfið.
„Metnaðarfull stefnumörkun í umhverfismálum og þátttaka allra starfsmanna er lykillinn að okkar árangri en umhverfismálin varða okkur öll. Við finnum það einnig að gestir okkar og viðskiptavinir kunna afar vel að meta þessar áherslur. Það er okkur því mikill heiður að hljóta þessi verðlaun í dag og eru þau mikil hvatning til áframhaldandi góðra verka á sviði umhverfismála og nýtingu náttúruauðlinda með sjálfbæra þróun að leiðarljósi,“ sagði Ása Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri rannsóknar og þróunnar hjá Bláa Lóninu við afhendingu verðlaunanna síðastliðið haust.
Best Mineral Bathing/Hot Springs – 2021 Wellness Travel Awards
Bláa Lónið hlaut á árinu 2021 verðlaunin “Best Mineral Bathing/Hot Springs” sem veitt eru árlega af “Organic Spa” tímaritinu. Verðlaunin eru veitt fyrirtæki sem skara fram úr á sviði náttúrverndar, orkunýtingar, nýstárlegrar notkunar á staðbundnum, náttúrulegum og lífrænum innihaldsefnum fyrir heilsulindir og veitingastaði, sem og frumlegar nálganir á vellíðan, hönnun og upplifun gesta.
German Design Award
Bláa Lónið hlaut virt þýsk hönnunarverðlaun sem hafa verið veitt frá árínu 1964 af ráðuneyti hönnunarmála í Þýskalandi. Verðlaunin hlaut Retreat fyrir einstaka innanhússhönnun.
Verðlaun B+The Serum
BL+The Serum hlaut tvær viðurkenningar á árinu. Annars vegar ELLE 2021 THE GREEN BEAUTI STARS og hins vegar The 2021 Susainable Innovation Award frá tímaritinu Good Housekeeping.
Verðlaun BL+ Eye Serum
BL+ Eye Serum var verðlaunað á árinu af tímaritinu Forbes sem besta nýja húðvaran haustið 2021.
Verðlaun fyrri ára
Vottanir
Vottað stjórnkerfi
Árið 2021 varð stjórnkerfi Bláa Lónsins vottað samkvæmt þekktustu og virtustu alþjóðlegu stjórnunarstöðlum heims, ISO9001 hvað varðar gæðastjórnun, ISO14001 hvað varðar umhverfisstjórnun og ISO45001 hvað varðar heilsu- og öryggisstjórnun fyrirtækisins. Með stjórnkerfinu tryggja starfsmenn félagsins gæðaþjónustu, auka öryggi gesta og starfsfólks og vernda umhverfið. Stjórnkerfið nýtist starfsfólki, eykur gegnsæi og þátttöku allra til að gera Bláa Lónið að frábærum vinnustað og eftirsóttustu upplifun heims.
COSMOS APPROVED Hráefni
Árið 2020 voru virku hráefni Bláa Lónsins, sem eiga uppruna sinn í jarðsjó fyrirtækisins og gegna lykilhlutverki í Blue Lagoon Iceland húðvörunum, vottuð sem COSMOS Approved hráefni. Úttektaraðilinn er ECOCERT Greenlife. Bláa Lónið leggur ríka áherslu á að bjóða húðvörur í hæsta gæðaflokki sem samræmast kröfum neytenda um umhverfisvænar vörur og er COSMOS Approved vottunin mikilvæg viðurkenning fyrir einstök hráefni og vinnsluaðferðir fyrirtækisins og var þeim viðhaldið á síðasta ári.
COSOMS NATURAL vottaðar húðvörur
BL+ húðvörurnar, BL+ The Serum og BL+ Eye Serum eru vottaðar COSMOS NATURAL af ECOCERT Greenlife. Vottunin tryggir að innihaldsefni húðvaranna sé af endurnýjanlegum og ábyrgum uppruna og séu einnig rekjanleg, vegan og laus við erfðabreyttar lífverur og gerviefni. Jafnframt því er það staðfesting á að umbúðir varanna samræmast kröfum staðalsins um að vera vistvæn.
Góðir Framleiðsluhættir
Árið 2020 hlaut Bláa Lónið Heilsuvörur ehf. gæðavottun á framleiðslu snyrtivara (ISO 22716 Snyrtivörur – góðir framleiðsluhættir GMP) frá British Standards International á Íslandi fyrir hráefnaframleiðslu sína sem fer fram í Rannsókna- og þróunarsetri Bláa Lónsins. Staðallinn leiðbeinir um góða framleiðsluhætti á snyrtivörum sem tryggja gæði í framleiðslu, stýringu, rekjanleika og dreifingu varanna. Staðallinn endurspeglar skuldbindingu félagsins til viðskiptavina að tryggja ávallt gæði og öryggi húðvara sinna.
ÍST85: Jafnlaunakerfi
Árið 2018 hlaut Bláa Lónið vottun á jafnlaunakerfi fyrirtæksins í samræmi við ÍST85:2012 af hendi BSI á Íslandi. Með því að uppfylla kröfur þessa staðals tryggir fyrirtækið enn frekar launajafnrétti kynjanna á vinnustaðnum og að allir fái sömu laun, kjör og réttindi fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum.
ISO 9001: Alþjóðleg vottun á gæðakerfi fyrirtækja
Árið 2017 fékk Bláa Lónið Heilsuvörur ehf. (BLH) ISO 9001 gæðavottun frá BSI á Íslandi á rekstri sínum. Félagið hefur haldið áfram vegferð sinni til stöðugra umbóta og árið 2019 var vottunin útvíkkuð til að ná einnig yfir framleiðslu á matarsalti og tei.
Vakinn: Íslensk vottun fyrirtækja í ferðaþjónustu
Bláa Lónið hefur verið með vottun frá Vakanum síðan 2014 fyrir baðlónið, veitingarekstur Lava Restaurant og Café. Ferðamálastofa hefur séð um þessar vottanir frá upphafi en hafa nú úthlutað úttektum til viðurkenndra vottunaraðila. Árið 2019 var fyrirtækið vottað af BSI á Íslandi og vottunin var útvíkkuð með gullmerki í umhverfismálum; fimm stjörnu superior vottun á Retreat Hotel og fjögurra stjörnu superior vottun á Silica Hotel. Þessar vottanir staðfesta þá framúrskarandi þjónustu og aðstöðu sem Bláa Lónið býður upp á.
Bláfáni: Alþjóðleg vottun á öryggi og hreinlæti baðstranda
Bláa Lónið hefur viðhaldið Bláfánanum frá upphafi þegar Landvernd tók hann upp hér á landi árið 2002. Úttektirnar eru nú framkvæmdar af óháðri vottunarstofu, Túni ehf. Bláa Lónið hlaut vottun árið 2021, rétt eins og fyrri ár. Táknræni Blái fáninn er ein þekktasta viðurkenning heims fyrir strendur, smábátahafnir og sjálfbæra ferðamennsku. Til að geta fengið Bláfánann þarf að uppfylla og viðhalda fjölda strangra umhverfis-, mennta-, öryggis- og aðgengisviðmiða.