Fjölmiðar

„Jákvæð ásýnd og umfjallanir um Bláa Lónið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um allan heim skipta sköpum.”

Bláa Lónið leggur metnað sinn í að taka vel á móti fjölmiðlafólki allan ársins hring. Á árinu 2021 var þó minna um slíkar heimsóknir vegna ferðatakmarkana, rétt eins og árið á undan. Því var lögð sérstök áhersla á að ná til mismunandi markaða með beinum og óbeinum hætti í gegnum samfélagsmiðla með góðum árangri.

Á árinu 2021 birtust þó 223 blaðagreinar í mismunandi virtum miðlum um allan heim þar sem fjallað var um Bláa Lónið. Þar af voru 33 greinar um hið einstaka hringrásarhagkerfi Bláa Lónsins sem sýnir mikinn og aukinn áhuga á samfélagslegu mikilvægi fyrirtækisins og er hvati til áframhaldandi góðra verka – fólki og umhverfi til hagsbóta og vellíðunar. Þá er augljós og aukinn áhugi á húðvörum félagsins en 38 blaðagreinar fjölluðu sérstaklega um einstaka eiginleika húðvaranna, sér í lagi nýju BL+ línuna.

„Blue Lagoon (about a 50-minute drive from the capital) is otherworldly in appearance—black lava rock punctuated with milky blue waters, and steam billowing like clouds. But the visual appeal is only part of the experience. A soak in the 100-degree waters (which come from the output of a nearby geothermal plant) is a spa-like experience all on its own, with silica mud masks and mineral salts ensuring your skin will look and feel better than it did when you got there.“ 

Conde Nast Traveler, apríl 2021

„The Blue Lagoon’s otherworldly setting – think ancient lava fields, rugged volcanic outcrops and ethereal waters – is best soaked up from the site’s mystical, mineral-rich geothermal pools, which are made even more magical if you’re lucky enough to experience them under the Northern Lights.“

 

 

 

PORTER, júlí 2021

Stefna Bláa Lónsins hvað varðar samfélagsmiðla er skýr og miðar fyrst og fremst að því að viðhalda ímynd vörumerkja félagsins á sama tíma og horft er til mismunandi markaða og þarfa. Bláa Lónið heldur úti nokkrum rásum á meðfylgjandi samfélagsmiðlum:

Icelandverse

Bláa Lónið tók þátt í myndbandsauglýsingu á Facebook með Íslandsstofu þar sem „the Icelandverse“ var kynnt til sögunnar sem svar Íslands við „the Metaverse“, uppátæki Mark Zuckerbergs, stofnanda Facebook.  Myndbandið sló í gegn og hafa engar markaðsaðgerðir á Íslandi hlotið jafn mikla athygli á alþjóðlegum mörkuðum.  Sjálfur Mark Zuckerberg brást jákvætt við og sagðist hlakka til að koma og heimsækja Icelandverse!

Riot Games

Riot Games héldu heims­meist­ara­mót sitt í rafíþróttum, í League of Le­g­ends, á Íslandi á síðasta ári. Um var að ræða stórviðburð en rafíþróttir búa að milljónum áhorfenda um heim allan sem fylgjast vel með móti sem þessu. Úrslitakeppnin fór fram á Lava, veitingastað Bláa Lónsins.

Start typing and press Enter to search