Virðisauki

„Jákvæð efnahagsleg áhrif Bláa Lónsins á samfélagið í heild eru gríðarleg.“

Hagræn áhrif

Þrátt fyrir þá óvissu sem hefur fylgt COVID-19; lokanir frá október 2020 og fram á mitt ár 2021 og takmarkanir sem settar voru á starfsemi félagsins í kjölfarið hefur Bláa Lóninu auðnast að aðlaga reksturinn og styrkja undirstöðurnar þannig að jákvæð áhrif rekstursins á samfélagið voru gríðarleg á árinu 2021 rétt eins og fyrri ár.

Skattspor félagsins nam 1,8 milljörðum króna árið 2021.  Á sama tíma auðnaðist Bláa Lóninu að halda ráðningarsambandi við 396 starfsmenn að meðaltali á árinu þrátt fyrir lokanir á fyrri hluta ársins.

Bláa Lónið leggur áherslu á að stunda viðskipti sem skapa sameiginleg verðmæti meðal hagaðila, sérstaklega nærsamfélagsins. Þetta er skynsamleg nálgun. Með því að kaupa nánast allar ferskafurðir frá nærliggjandi birgjum eru gæðin tryggð á sama tíma og stuðlað er að staðbundinni þróun og öruggara aðgengi afurða.

Virðisauki

Bláa lónið skapar gríðarleg sameiginleg verðmæti fyrir samfélagið en hagræn áhrif þess eru mikil hvort sem litið er til þjóðarbúsins almennt eða nærsamfélagsins sérstaklega. Á síðasta ári nam efnahagslegt framlag félagsins 104% af veltu þess eða sem nemur 7,5 milljörðum ISK.

Bein efnahagsleg verðmæti í milljónum króna* 2021 2020 % Vöxtur 2020-2021
TEKJUR 7.224 5.074 42%
REKSTRARKOSTNAÐUR** 3.171 2.872 10%
LAUN OG LAUNAT. GJÖLD 3.731 4.146 – 10%
ARÐGREIÐSLUR TIL HLUTHAFA 0 0 0%
GREIDDUR VIRÐISAUKASKATTUR 421 168 – 151%
FASTEIGNAGJÖLD 129 116  11%
TEKJUSKATTUR 0 0 0%
STYRKIR TIL SAMFÉLAGINS 48 72 – 33%
SAMTALS EFNAHAGSLEGT FRAMLAG 7.512 7.374 2%
EFNAHAGSLEGUR ÁVINNINGUR – 288 – 2.300   -87%
HLUTFALL EFNAHAGSLEGS FRAMLAGS AF TEKJUM 104% 145%  -28%

* Meðalgengi EUR/ISK = 150,19
** Án afskrifta

Hagsmunir samfélagsins

Jákvæð áhrif af rekstri Bláa Lónsins eru mikil hvort sem litið er til samfélagsins í heild sinni eða til nærsamfélagsins sérstaklega. Bláa Lónið verslaði til að mynda vörur og þjónustu af birgjum fyrir um 3 milljarða króna á síðasta ári. Þar af áttu 19% viðskiptanna sér stað innan nærsamfélagsins sem er Reykjanesið: Grindavík, Reykjanesbær, Vogar, Sandgerði, Garður og Keflavíkurflugvöllur.

Bláa Lónið greinir árlega dreifingu sinna birgja og verktaka til að fylgja eftir dreifingu þeirra. Eftirfarandi kort lýsir dreifingu birgja og verktaka fyrir 2021.

Staðsetning helstu birgja Bláa Lónsins:

2022-03-31-09_51_34-blue-lagoon-local-purchase-power-bi20

Start typing and press Enter to search