Lykiltölur

„Þegar COVID-19 faraldurinn skall á var ljóst að hann myndi ekki einungis hafa áhrif á heilsu fólks heldur jafnframt mikil efnahagsleg áhrif.“

Í júní 2021 opnaði Bláa Lónið aftur eftir um 8 mánaða lokun vegna heimsfaraldursins COVID-19.  Þá hafði verið lokað samfleytt frá 8. október 2020 til 15. júní 2021 vegna sóttvarnaaðgerða og ráðstafana yfirvalda. Fyrr á árinu 2020 hafði Bláa Lóninu einnig verið lokað í um þrjá mánuði.

Óvissa hvað varðar þróun faraldursins frá degi til dags litaði rekstur félagsins áfram. Auk fjarlægðartakmarkana voru það helst breytilegar fjöldatakmarkanir sem höfðu annars vegar áhrif á leyfilegan fjölda gesta í baðlóni félagsins og hins vegar leyfilegan fjölda á veitingastöðum félagsins.

Þegar COVID-19 faraldurinn skall á var ljóst að hann myndi ekki einungis hafa áhrif á heilsu fólks heldur jafnframt hafa mikil efnahagsleg áhrif í för með sér.  Bláa Lónið fór ekki varhluta af því. Íslensk stjórnvöld kynntu því til sögunnar ýmis úrræði fyrir fyrirtæki til að draga úr þessum áhrifum á hagkerfið. Eins og fjölmörg önnur fyrirtæki nýtti Bláa Lónið sér hluta þessara úrræða á árunum 2020 og 2021. Þau voru félaginu mikilvæg til að vernda mikilvæga innviði, verja störf og tryggja öfluga viðspyrnu þegar markaðir myndu opna á ný – sem varð raunin.

Nú þegar sér til lands er ljóst að sú vegferð sem lögð var upp með, að verja hagsmuni félagsins sérstaklega með það í huga að tryggja öflugan viðsnúning og viðspyrnu þegar að honum kæmi, hefur skilað sér. Á seinni hluta ársins 2021 fór reksturinn að rétta við sér en bætt skilvirkni, afar öflugur starfsmannahópur og sterkari innviðir hafa skilað í bættri afkomu.

Velta 2021 samanborið við 2020

EBITDA 2021 samanborið við 2020

Afkoma 2021 samanborið við 2020

Eigið fé 2021 samanborið við 2020

Vottað stjórnkerfi með áherslu á sjálfbærni er grunnur að velgengni Bláa Lónsins til framtíðar.  Það stuðlar að aukinni skilvirkni, bætir skipulag og markmiðasetningu og þannig árangur fyrirtækisins, hvort sem horft er til fjárhagslegra, samfélagslegra eða umhverfislegra þátta.

Skýrslan í ár er, nú í fyrsta skiptið, gefin út sem sérstök sjálfbærni- og samfélagsskýrsla í stað hefðbundinnar ársskýrslu með áherslu á samfélagsmál eins og síðastliðin tvö ár.

Start typing and press Enter to search